Fylgdu okkur

Frí sending á næsta Dropp afhendingarstað þegar verslað er yfir 15.000 kr.

14. daga skilafrestur þegar verslað er í netverslun!

Hafðu samband

Vöru hefur verið bætt við

Fyrstu skref á ís - Mín fyrsta skautaferð

  • person Gislina Vilborg Olafsdottir
  • calendar_today
  • comment 0 comments
Fyrstu skref á ís - Mín fyrsta skautaferð

Fyrstu skref á ís - Mín fyrsta skautaæfing

Listskautar eru frábær íþrótt sem sameinar listræna tjáningu, styrk og þol. Fyrir barn sem er að stíga sín fyrstu skref á ís er mikilvægt að hafa réttan búnað sem veitir öryggi, stuðning og þægindi.

Hjá Pollýönnu höfum við sérhæft okkur í að þjónusta unga listskautara frá fyrstu skrefum. Með áralanga reynslu bæði sem foreldri tveggja barna í listskautum  í yfir 10 ár, með starfmann sem hefur sjálfur æft í yfir 10 ár,  getum við veitt þér persónulega ráðgjöf og tryggt að barnið þitt fái réttu skautana og búnaðinn til að hefja sína skautaferð.

Við skiljum að fyrstu skrefin geta verið yfirþyrmandi fyrir bæði foreldra og börn. Þess vegna höfum við sett saman þessa síðu með öllum nauðsynlegum upplýsingum og vörum sem þú þarft til að byrja. Hvort sem barnið þitt er að hefja æfingar hjá skautafélagi eða bara að prófa sig áfram á almennum skautasvelli, þá erum við hér til að hjálpa.

Pollýanna er þinn trausti félagi á allri skautaferðinni - frá fyrstu skrefum til fyrstu stökkva!

Fyrstu skautarnir

Réttu skautarnir skipta öllu máli þegar barnið þitt tekur sín fyrstu skref á ís til að læra að skauta. Hjá Pollýönnu bjóðum við upp á vandaða byrjendaskauta sem veita nauðsynlegan stuðning og stöðugleika fyrir unga skautara.

Fyrir þá sem ætla að æfa markvisst

Fyrir börn sem stefna á skipulagðar æfingar hjá skautafélagi mælum við eindregið með skautum sem styðja vel við öklan og endast barninu. Þessir skautar hér að neðan henta ungum byrjendum best, en huga þarf að stærð og þyngd iðkenda líka:

Jackson Excel

  • Frábærir byrjendaskauta fyrir unga skautara
  • Veita góðan stuðning við ökkla
  • Henta vel fyrir fyrstu æfingar og stökk
  • Eru breiðari yfir tánna en Edea skautar

Edea Tempo

  • Léttir og þægilegir byrjendaskauta
  • Góð ökkla- og fótastuðningur
  • Henta vel fyrir börn sem eru að byrja á æfingum

Edea Motivo

  • Vandaðir byrjendaskauta með góðum stuðningi
  • Henta vel fyrir börn sem eru fljót að tileinka sér grunntækni
  • Henta vel þeim sem eru aðeins lengra komnir
  • Duga upp í fyrstu stökkinn
  • Góður stöðugleiki fyrir fyrstu stökkin

Af hverju að velja gæðaskauta frá byrjun?

Réttir skautar frá upphafi:

  • Draga úr líkum á meiðslum, t.d. misstíga sig
  • Auðvelda barninu að læra rétta tækni, stöðugari á skautunum
  • Veita betri upplifun á ísnum
  • Endast lengur en ódýrari valkostir

Skautahlífar eru nauðsynlegar fyrir skautanna

Það er mikilvægt að vita að til eru tvær gerðir af skautahlífum með ólíkum tilgangi, skautahlífarnar passa upp á skautablöðin, þær hörðu passa upp á að blaðbrúnir skemmist ekki og skerping endist lengur, þær mjúku halda blöðun þurrum milli æfingar og verja fyrir ryði.

  • Mjúkar hlífar: Notaðar til að geyma skautana og vernda blöðin þegar þau eru í tösku eða geymslu
  • Harðar hlífar: Notaðar til að ganga á skautunum utan íss til að vernda blöðin og gólf
  • Vernda bæði skautablöðin og aðra hluti í töskum
  • Auðveldar í notkun, jafnvel fyrir yngri börn
  • Nauðsynlegar til að viðhalda skerpu blaðanna

Báðar gerðir eru mikilvægar fyrir rétta umhirðu skauta og til að lengja líftíma þeirra.

Hér eru linkar á mjúkar hlífar og hér er linkur á harðar

Skautaþurrkur er nauðsynlegt að eiga til að þurrka skautanna vel eftir æfingu.

Hér er linkur á skautaþurrkur

Nauðsynlegur öryggisbúnaður

Öryggi er í fyrsta sæti þegar börn eru að læra á skauta. Rétti öryggisbúnaðurinn veitir barninu þínu sjálfstraust og foreldrum hugarró.

Hjálmar fyrir unga skautara

Hjálmur er nauðsynlegur fyrir alla byrjendur á ís. Hjá Pollýönnu bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af hjálmum sem eru bæði öruggir og skemmtilegir:

Skautahjálmar fyrir börn

  • Léttir og þægilegir hjálmar sérhannaðir fyrir skautaíþróttir
  • Stillanlegir til að passa vel á höfuð barnsins
  • Fáanlegir í mörgum litum og stærðum

Hér er linkur á alla hjálmanna okkar

    Grunnfatnaður fyrir æfingar

    Réttur fatnaður gerir skautaupplifunina enn betri fyrir unga skautara. Hér er það sem við mælum með fyrir fyrstu skrefin á ís:

    Þægilegur fatnaður fyrir skauta

    Æfingabuxur

    • Teygjanlegar buxur sem hamla ekki hreyfingum
    • Vatnsfráshrindandi efni
    • Þykkar nóg til að veita hlýju en ekki of þykkar

    Æfingabolir og peysur

    • Þunnar, teygjanlegar flíkur sem auðvelt er að hreyfa sig í
    • Lagskipt klæðnaður sem hægt er að aðlaga eftir hitastigi
    • Rakadrægt efni sem heldur barninu þurru

    Hér er linkur á skautafatnaðinn

    Sérstakir skautasokkar

    Þunnir skautasokkar

    • Sérhannaðir fyrir skauta
    • Veita aukinn stuðning og þægindi
    • Draga úr núningi og blöðrumyndun
    • Auðvelda að klæða barnið í skautanna
    • Barnið er með betir tilfinningur fyrir skautunum

    Hér er linkur á skautasokkanna

     

    Hanskar fyrir byrjendur

    Hlýjir og góðir

    • Halda höndunum þurrum og hlýjum
    • Veita vernd þegar stuðst er við ísinn
    • Veita vernd þegar barnið dettur
    • Er öryggisatriði þar sem blöðin eru beitt
    • Fáanlegir í mörgum stærðum og litum

    Hér er linkur á vettlinga 

    Töskur og aukahlutir

    Réttu aukahlutir geta gert skautaupplifunina enn betri og þægilegri fyrir bæði börn og foreldra. Hér eru mikilvægir aukahlutir sem við mælum með fyrir unga skautara:

    Skautatöskur

    Skautatöskur fyrir börn

    • Sérhannaðar töskur til að verja skautana og auðvelda flutning
    • Með sérstökum hólfum fyrir skautablöð
    • Fáanlegar í mismunandi stærðum og litum

    Íþróttatöskur

    • Rúmgóðar töskur fyrir allan skautabúnaðinn
    • Með aðskildum hólfum fyrir blautar/þurrar flíkur
    • Endingargóðar og þægilegar í notkun

    Hér er linkur á skautatöskur

    Vatnsbrúsar

    Vatnsbrúsar og nestisbox

    • Halda vökvanum köldum alla æfinguna
    • Lekafríir og barnvænir
    • Fáanlegir með vinsælum Disney persónum eins og Stitch, Paw Patrol og Frozen

    Hér er linkur á Nestibox og drykkjarflöskur

     

    Aðrir gagnlegir aukahlutir

    Hárteygur og spangir

    • Halda hárinu frá andlitinu á æfingum
    • Fáanlegar í mörgum litum og stílum
    • Sérstakar hárteygur sem passa við æfingafatnað

    Skautataska með hjólum

    • Auðveldar flutning á þyngri búnaði
    • Hentar vel fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn í skautum
    • Endingargóð og þægileg í notkun

    Það þarf ekki að eignast allt fyrst sem tengist skautunum, við mælum með að með skautunum séu keyptar mjúkarhlífar til að geyma þá í og vettlingar til að verða ekki kalt á höndunum.  Öðru skautavörum er gott að bæta við smátt og smátt þegar ljóst er að barnið muni halda áfram að æfa íþróttina. 

    Frá íþróttaforeldri til verslunareigandar

    Sem íþróttaforeldri þekki ég vel þær áskoranir sem fylgja því að hefja skautaferil.  Ég byrjaði að selja skauta þegar dætur mínar voru að æfa fyrir meira en 10 árum síðan, þegar þær hættu ákvað ég að opna verslun fyrir Pollýönnu árið 2020 til að veita íslenskum fjölskyldum aðgang að vönduðum íþróttabúnaði og persónulegri þjónustu sem ég sjálf hefðum viljað fá þegar mín börn voru að byrja.

    Við skiljum að fyrstu skrefin á ís geta verið spennandi en líka yfirþyrmandi. Þess vegna leggjum við áherslu á að veita ekki bara vörur heldur líka ráðgjöf og stuðning á allri skautavegferðinni.

    Vitnisburðir frá öðrum foreldrum

    "Þegar dóttir mín byrjaði í skautum var ég alveg ráðalaus. Starfsfólkið hjá Pollýönnu hjálpaði okkur að velja réttu skautana og búnaðinn. Núna, tveimur árum síðar, er hún enn að æfa og nýtur þess í botn." - móðir 8 ára skautastúlku

    "Sonur minn vildi prófa skauta eftir að hafa séð íshokkíleik. Við keyptum byrjendapakkann hjá Pollýönnu og fengum frábæra þjónustu. Það skipti sköpum að fá réttar ráðleggingar strax í upphafi." - faðir 7 ára drengs

    Fræðsluefni fyrir foreldra

    Bloggfærslur um skautaíþróttir

    Á blogginu okkar finnur þú gagnlegar upplýsingar um:

    Algengar spurningar og svör

    Hvenær er best að byrja í skautum? Börn geta byrjað að prófa skauta frá um 3-4 ára aldri, en skipulagðar æfingar byrja oft í kringum þann aldur hjá skautafélögunum. Það er þó aldrei of seint að byrja! Margir byrja á ungingsárunum eða fullorðinsárum. 

    Hversu oft þarf að brýna skautablöðin? Fyrir byrjendur er yfirleitt nóg að brýna skautablöðin um 2 á önn eða eftir um 20-25 tíma á ís. Þetta fer þó eftir notkun og gæðum íssins.

    Hvernig veit ég hvort skautarnir passa? Skautar eiga að vera þéttir en ekki óþægilegir. Tærnar ættu að snerta enda skautans en ekki kreppast, en mega vera 0,5-1 sm of stórir þegar þeir eru keyptir á yngri iðkendum. Ökklinn á að fá góðan stuðning. Við bjóðum upp á mátun og ráðgjöf í versluninni.

    Hvernig á að þurrka skautana eftir notkun? Eftir hverja notkun ætti að þurrka skautablöðin vel með handklæði og fjarlægja allt vatn. Fjarlægið innleggið og látið það þorna sérstaklega. Geymið skautana með mjúkum hlífum á blöðunum til að vernda þau.

    Fagleg ráðgjöf og þjónusta

    Hjá Pollýönnu bjóðum við upp á:

    • Persónulega ráðgjöf við val á skautum
    • Nákvæma stærðarmælingu
    • Ráðleggingar um umhirðu skauta
    • Aðstoð við að teygja og móta skauta eftir þörfum

    Hafðu samband við okkur í síma 4193535 eða í gegnum pantanir@pollyanna.is til að fá nánari upplýsingar um hvaða skautar henta þínu barni best.

     

    Leave a comment

    Please note, comments must be approved before they are published