Fylgdu okkur

Frí sending á næsta Dropp afhendingarstað þegar verslað er yfir 15.000 kr.

14. daga skilafrestur þegar verslað er í netverslun!

Hafðu samband

Vöru hefur verið bætt við

Fyrstu skref á ís - Mín fyrsta skautaferð

  • person Gislina Vilborg Olafsdottir
  • calendar_today
  • comment 0 comments
Fyrstu skref á ís - Mín fyrsta skautaferð

Fyrstu skref á ís – mín fyrsta skautaferð ❄️⛸️

Að byrja á skautum er stór og spennandi áfangi – bæði fyrir barnið og foreldrana. Með réttum búnaði verður upplifunin öruggari, þægilegri og skemmtilegri.

Við fáum oft spurninguna: „Hvað er eiginlega nauðsynlegt að eiga þegar barn byrjar að æfa skauta?“
Hér er einfaldur og skýr gátlisti fyrir foreldra.

Þetta er gott að eiga þegar barn byrjar á skautum

⛸️ Réttir byrjendaskautar

Góðir byrjendaskautar skipta öllu máli. Þeir eiga að:

  • passa þétt en ekki vera þröngir
  • veita góðan stuðning um ökklann
  • hjálpa barninu að finna jafnvægi á ísnum

👉 Réttir skautar auka öryggi og sjálfstraust frá fyrstu æfingu.

Skoða byrjendaskauta

🛡️ Skautahlífar

Skautahlífar eru nauðsynlegar til að vernda skautana sjálfa – bæði þegar gengið er á þeim utan íss og þegar þeir eru geymdir.

Harðar hlífar:

  • gera barninu kleift að ganga örugglega á skautunum utan íss
  • vernda blöðin gegn skemmdum þegar gengið er á þeim

Mjúkar hlífar:

  • Halda blöðunum þurrum á milli æfinga
  • auðvelda flutning og geymslu skautanna

👉 Skautahlífar lengja líftíma skautanna og eru nánast ómissandi hluti af búnaðinum.

Skoða skautahlífar

🧦 Skautasokkar eða sokkabuxur

Réttur fatnaður í skautum skiptir máli til að:

  • forðast nudd og óþægindi
  • halda fótunum heitum
  • auka þægindi í skautunum

👉 Venjulegir þykkir sokkar geta verið of grófir – skautasokkar eða sokkabuxur eru oft betri kostur.

Skoða sokka / sokkabuxur

🧤 Vettlingar eða hanskar

Vettlingar eða hanskar gleymast stundum en skipta miklu máli, sérstaklega fyrir byrjendur og eru einnig öryggisbúnaður fyrir fingurnar við fall.

  • halda höndum heitum á köldum ísnum
  • vernda fingur við fall, þar sem blöðin eru beitt
  • auka þægindi á æfingunum

👉 Þunnir, teygjanlegir vettlingar eru oft besti kosturinn í skautum.

Skoða vettlinga / hanska

🧥 Skautafatnaður

Réttur skautafatnaður skiptir miklu máli fyrir þægindi og hreyfigetu á ísnum. Fötin eiga að vera:

  • hlý en létt
  • teygjanleg og þægileg til hreyfingar
  • andanleg svo barnið svitni ekki of mikið

👉 Of þykk föt geta hamlað hreyfingu, en réttur skautafatnaður hjálpar barninu að einbeita sér að æfingunum.

Skoða skautafatnað

🎒 Skautataska

Skautataska er mjög hentug því hún:

  • heldur utan um skauta og aukahluti
  • auðveldar að fara á æfingar
  • heldur öllu saman á einum stað

👉 Minna vesen – meiri skipulag.

Skoða skautatöskur

⛑️ Hjálmur (fyrir yngri börn)

Fyrstu æfingarnar snúast um jafnvægi og fall er hluti af ferlinu. Hjálmur getur veitt aukið öryggi, sérstaklega fyrir yngstu börnin. Í skautaskólanum er skilda að nota hjálm hjá skautafélögunum.

Skoða hjálma

Hvernig vel ég réttan búnað?

Ef þú ert óviss um stærðir, hvaða skautar henta best eða hvað er nauðsynlegt í byrjun, þá hjálpum við þér að velja rétt – hvort sem er í verslun eða í gegnum netið.

  • Byrjaðu einfalt
  • Veldu gæði fram yfir verð
  • Aðlagaðu búnaðinn að aldri og þörfum barnsins

Byrjendapakkar – einfaldari leið

Til að auðvelda foreldrum valið höfum við sett saman byrjendapakka í skautum sem innihalda það helsta sem þarf: skauta + hlífar + tösku (með pakkaafslætti).

Skoða byrjendapakka í skautum →

Þú þarft ekki að vera sérfræðingur – það er okkar hlutverk

Að byrja á skautum á að vera skemmtilegt, ekki stressandi. Við erum hér til að svara spurningum, veita persónulega ráðgjöf og hjálpa þér og barninu að byrja vel.

👉 Hafðu samband eða komdu við í verslun – við hjálpum þér með fyrstu skrefin á ísnum.

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published