Hvenær er kominn tími á nýja skauta?
Skautar eru hjarta allrar skautaæfingar – þeir þurfa að styðja, vernda og leiða hreyfinguna. En eins og með allt annað slitna þeir með tímanum. Hér eru merkin sem segja þér að tími sé kominn á nýtt par og af hverju það skiptir máli.
1. Skautar missa stuðninginn
Eitt fyrsta merkið um að skautar séu orðnir of slitnir er að þeir missa stífleikann í ökkla- og hælhluta. Þegar skórinn getur ekki lengur haldið ökkla stöðugum í beygjum eða lendingum, byrjar fóturinn að "halla" út eða inn – sem getur valdið verkjum, bólgum og jafnvel meiðslum.
Prófaðu þetta: Haltu í efri hluta skautans og þrýstu honum inn á við. Ef hann gefur mikið eftir eða fellur saman án mótstöðu, þá er stuðningurinn farinn.

2. Skórinn er orðinn mjúkur eða brotinn
Skautaskór þurfa að vera stífir til að veita nákvæma stjórn á hreyfingum. Með tímanum mýkist efnið – sérstaklega í kringum ökklann og tánna. Þetta veldur því að orkan sem fer í stökkin og beygjurnar „tapast“ í bogann í skónum í stað þess að fara niður í blaðið.
Eins getur verið að skautarinn sé í heilum skautum en hann sé ekki lengur í þeim stífleika sem þarf miðað við þau stökk sem skautarinn er að vinna með. T.d. ef skautarinn er farin að vinna í öllum einföldum stökkum og er ennþá í EDEA Motivo eða jafnvel Tempo skautum er komin tími til að uppfæra upp í Overture skauta.
Þetta hefur bein áhrif á frammistöðu – skautari missa jafnvægi, færni í snúningum og geta átt erfiðara með að ná upp hraða.
3. Sprungur, hruflur eða brot í skó eða sóla
Sprungur í sóla eða hæl geta verið hættulegar. Þær geta breytt horninu á blaðinu, valdið óstöðugleika og aukið hættuna á meiðslum. Ef sóli losnar, hallast eða er orðinn sveigjanlegur, þá er mikilvægt að hætta notkun strax og láta skoða skautana.

Brotnir eða opnir saumar, losnuð reimugöt eða innri rifur í fóðurinu eru líka skýr merki um að endingin sé á enda.
4. Fóturinn breytist – og skautarnir passa ekki lengur
Þegar börn og unglingar eru í vexti þarf að fylgjast sérstaklega vel með. Skautar sem eru orðnir of þröngir eða þrýsta á ákveðin svæði geta valdið blöðrum, sárum og rangri stöðu fótanna. Það getur haft langtímaáhrif á ökklastöðu og jafnvel hné eða mjaðmir.

Ef táin snertir fremri hluta skautans þegar þú stendur upprétt(ur) eða ef þú finnur þrýsting á litlutá eða rist – þá er kominn tími á stærri skauta.
5. Merki á frammistöðu og líkamseinkennum
- Erfiðara að halda jafnvægi í beygjum.
- Lendingar í stökkum verða „mjúkar“ eða óstöðugar.
- Erfiðara að finna brúnir eða halda spinnum.
- Verkir í fótum, ökklum eða sköflungum eftir æfingar.
Þetta eru allt vísbendingar um að skautarnir séu annaðhvort orðnir of slitnir, eða ekki lengur að henta styrkleika og tæknistigi skautarans.
6. Hvað geta gamlir skautar valdið?
Gamlir eða brotnir skautar geta haft bein áhrif á líkamsstöðu og vöðvavinnu. Þeir valda því að skautarinn þarf að nota smærri vöðva í jafnvægisstjórnun, sem veldur oft ofnotkun og bólgum. Þeir geta einnig breytt stöðu fótanna þannig að ökklinn fellur inn eða út – sem leiðir til verkja í hné og mjöðmum.
Auk þess hefur það áhrif á tækni: orkan tapast, stjórnin minnkar og hættan á mistökum eykst – sérstaklega við stökk og snúninga.
7. Hversu oft þarf að skipta um skauta?
Það fer eftir aldri, þyngd og æfingafjölda:
- Byrjendur / grunnstig: Á 12–24 mánaða fresti.
- Framhald / keppnisstig: Á 8–18 mánaða fresti, eða oftar ef æft er daglega.
- Börn í vexti: Þegar núverandi stærð þrýstir eða táin snertir fremri hluta skautans.
Best er að láta skoða skautana af söluaðila eða þjálfara reglulega, sérstaklega ef skautarinn finnur fyrir breytingum á tilfinningu eða jafnvægi.
Láttu skautana vinna með þér – ekki á móti þér
Rétt passandi, vel viðhaldnir skautar gera gæfu munin á að skautarinn haldi áfram að ná árangri. Ef þú ert í vafa, láttu þjálfara skoða þá eða komdu með þá til okkar í Pollýönnu – oft er hægt að laga smávægilegt slit, en stundum er einfaldlega kominn tími á nýtt par.
Þægindi, stuðningur og öryggi eru lykillinn að framförum á ísnum!
Kíktu á skautanna reglulega og skoðaðu með barninu þínu hvort komin sé tími á nýja skauta til að tryggja að barnið þitt nái að viðhalda áframhaldandi framförum og koma í veg fyrir meiðsli.
 
 
 


