Leiðbeiningar fyrir val á hokkíbúnaði
Skautar
Skautar eru eitt mikilvægasta tækið fyrir hokkíleikmenn. Hér eru helstu atriði við val á skautum:
- Skautastærð er yfirleitt 1-1½ númer minni en skóstærð
- Mátaðu skauta með sömu sokkum og þú ætlar að nota við æfingar
- Ýttu tánum fram þannig að stóri táin snerti endann létt
- Einn fingur ætti að passa á milli hæls og skautans
- Fyrir börn í vexti má fara hálft númer upp, en ekki of stórt
Umhirða skauta
- Þurrkaðu alltaf skautana vel eftir notkun
- Fjarlægðu innleggið til að leyfa skautanum að þorna
- Notaðu skautahlífar þegar þú gengur á skautunum
- Þurrkaðu blaðið og notaðu mjúkar skautahlífar við geymslu
Hjálmar
Öryggið er númer eitt! Við mælum með:
- Hjálmurinn á að sitja þétt en þægilega
- Hökuól á að snerta höku létt þegar hún er spennt
- Brúnin á að vera fingurbreidd fyrir ofan augabrúnir
Stærðir:
- Stór (Senior): 14 ára og eldri
- Miðstærð (Interm.) : 8-14 ára
- Lítil (Junior): upp að 8 ára
Hanskar
Mikilvægt er að:
- Sem minnst bil sé milli hanska og olnbogahlífa
- Fingurgómar eiga ekki að ná alveg fram í enda
- Velja stærð eftir lengd handleggs
Olnbogahlífar
- Olnboginn á að passa í miðju hlífarinnar
- Hlífin á að ná niður að hönskum
- Ekki of lausar - þá færast þær til
Legghlífar
- Hnéskelin á að passa í miðju hlífarinnar
- Eiga að ná niður að skautum
- Mega ekki vera of langar
Hokkíbuxur
- Eiga að vera þægilegar en með góðu festi í mittið
- Ná 1-2 tommur yfir hnéhlífarnar
- Veljið stærð sem passar við mittismál
Axlahlífar
- Axlir eiga að vera beint undir hlífunum
- Eiga að verja viðbein, bringu og bak
- Velja stærð eftir ummáli brjóstkassa
Kylfur
- Án skauta: Kylfa á að ná að nefi
- Á skautum: Kylfa á að ná að höku/nefi
- Hægt að stytta eftir þörfum
Þjónusta Pollýönnu
- Fagleg ráðgjöf við val á búnaði
- 14 daga skilaréttur á netverslunarkaupum
- Frí sending með Dropp yfir 15.000 kr
- Hægt að hafa samband í síma 419-3535 eða á pantanir@pollyanna.is