Algengar spurningar - Ballett 🩰
1. Hvaða stærð á ég að velja í ballettskó?
Ballettskór eiga að vera þéttir en ekki of þröngir. Mælum með að prófa alltaf í verslun ef hægt er. Fyrir netkaup, veldu sömu stærð og í venjulegum skóm eða hálfri stærð minni. Börn vaxa hratt, svo það er kannski í lagi að taka þá aðeins rúma.
2. Hvað er munurinn á striga og leðurballettskóm?
Stirga skór eru léttari, ódýrari og góðir fyrir byrjendur. Leðurskór endast lengur, móta sig betur að fætinum og eru betri fyrir lengra komna dansara. Fyrir byrjendur mælum við með striga.
3. Þarf ballettbúningurinn að vera í ákveðnum lit?
Það fer eftir dansskólanum. Flestir skólar hafa sínar reglur um liti. Klassískt er ballettbleikt/hvítt fyrir stelpur og svart/hvítt fyrir stráka, en margir skólar leyfa fleiri liti núna. Athugaðu alltaf við dansskólann fyrst.
4. Hvernig þvæ ég ballettfötin?
Þvottavél á köldu vatni (30°C), mild þvottaefni, ekki bleikja. Hengdu til þerris - ekki í þurrkara. Ballettsokkabuxur og kjólar eru viðkvæmir fyrir hita.
5. Þarf ég sérstaka undirföt undir ballettbúning?
Ekki hjá yngstu börnunum en hjá unglingum er gott a nota saumalaus undirföt eða sérstök dansundirföt. Venjuleg undirföt sjást í gegnum þunna efnið og geta verið óþægileg við hreyfingu.
6. Hvað kostar að byrja í ballett?
Grunnbúnaður (kjóll, sokkabuxur, skór) kostar um 9.000-15.000 kr. Þetta endist lengi ef vel er farið með það. Börn þurfa nýjan búnað þegar þau vaxa úr honum.
7. Hvenær þarf að skipta um ballettskó?
Þegar þeir verða of litlir, ef sólin losnar eða ef það kemur gat á þá eða orðinir ljótir. Byrjendur þurfa nýja skó 1-2 sinnum á ári, en það fer eftir því hversu oft er æft.
8. Má nota ballettskóna utandyra?
Nei, ballettskór eru eingöngu fyrir innandyra. Þeir eyðileggjast fljótt á hörðum yfirborðum og missa grip sitt.
Ef þú hefur spurningar þá ekki hika við að spyrja afgreiðslufólk Pollýönnu, senda okkur tölvupost á pollyanna @ pollyanna.is eða í skilboðum hér á síðunni.