Fylgdu okkur

Frí sending þegar verslað er yfir 20.000 kr.

Hafðu samband

Vöru hefur verið bætt við

Hokkíbúnaður

Listi yfir vörur sem byrjendur í  íshokkí þurfa. 

Foreldrar komast fljótt að því að það að kaupa hokkí búnað er ekki alveg eins einfalt það lítur út í fyrstu, það er ýmis búnaðar sem iðkendur þurfa að hafa. Við höfum tekið saman smá lista um hvaða búnað þarf helst að hafa og hvað þarf að hafa í huga. 

Hokkí kylfa

Við kaup á kylfum þarf að hafa ýmislegt í huga, eins og hvort barnið er hægri eða vinstri handar spilari, hefur ekki alltaf með að gera hvort sé rétthentur eða örfhentur.  Lengdin á kylfunni skiptir miklu máli, til að finna hana út er þumalputtareglan að hún á að ná upp að höku þegar staðið er á skautunum og ca upp að nefi án skauta.  Kylfur koma í stærðum eins og Youth 4-8 ára, Junior 7-12 ára, Intermediate 10-15 ára and Senior 14+ eldri.  Sumir vilja þó lengri eða styttri kylfur byggt á eigin reynslu.   

Flex á kylfum skiptir líka máli, sem hefur með sveigjanleika þeirra að gera. Því hærri sem Flex talan er því stífari eru kylfunar. Flex talan er oftast miðuð út frá þyngd iðkanda, það er þá miðað við helming að þyngd í pundum (lbs) eða iðkandi um 100 lbs (1 lbs = ,45359 kg) ætti að taka kylfu í 50 flex.  Hæð iðkanda styrkur hefur líka aðeins áhrif, hærri iðkandi mundi huga að taka aðeins stífari kylfu. Kylfurnar koma í  nokkrum flex tölum miðað út frá hverjum aldurshópi.   Hvaða staða leikmaður spilar getur líka haft einhver áhrif á val á Flex, framherji mundi jafnvel velja með lægri flex á meðan sóknarmaður mundi jafnvel velja stífari.
Stundum er sagað af kylfunum til að fá rétta hæð á þeim en þá þarf að hafa í huga að það hækkar flexið á þeim og gerir þær stífari. 

Hægt er að finna meiri upplýsingar um kylfur hér: 

https://www.purehockey.com/c/how-to-fit-a-hockey-stick

Hokkí skautar

Hægt er að fá skauta í öllum stærðum og nokkrum breiddum hjá framleiðendum, eins er hægt að fá nokkrar týpur, því dýrari sem þeir eru þeim meira er sett í gæðin á þeim. Byrjendum nægir oftast að byrja á ódýrum skautum á meðan þeir eru að ákveða hvort þeir ætli að halda áfram í sportinu. Dýrari skautar eru með meiri vörn og þægindum en alltaf foreldra að ákveða hvað á að kaupa. 
Passa þarf vel upp á að skautarnir passi vel, best er að vera í svipuðum sokkum við mátun og notaðir eru á ísnum. Skautarnir mega mest vera um 1 cm of stórir eða rétt þannig að fingur komist fyrir aftan hælinn.  Of stórir skautar geta valdið blöðrum og nuddsárum og eins getur það dregið úr snerpunni, þar fóturinn er í að hreyfast inn í skautanum. 

Hjálmur

Hjálmur er algjör skylda þegar hokkí er spilað. Það sem skiptir mestu máli við hjálmanna er að þeir passi rétt til að hann verji höfuðið rétt.  Flestir hjálmar er hægt að aðlaga að höfuðstærð innan hverrar stærðar.  Best er að stækka hjálmin að fullu og setja á og aðlaga svo að réttri stærð þar til rétti hjálmurinn finnst. Hann á að sitja fastur á, án þess þó að vera óþægilegur.  Best er að hafa hjálmin á í smá stund til að vera viss um að engin þrýstingur komi undan honum.  Eins þarf að passa vel að höku vörnin passi og hægt sé að loka vel án þess að það smelli af. 

Hjálmar hafa vissan líftíma og því mikilvægt að skoða dagsetningu þegar keyptir eru notaðir hjálmar til að athuga hvort hann sé ennþá í lagi. 

Axlapúðar

 Axlapúðarnir eiga að verja brjóstkassa, bak og biceps vöðvan við fall, högg frá öðrum iðkendum, frá pukkinum ofl. sem getur komið upp á ísnum.   Sumar hlífar hafa líka vörn fyrir magan og neðra bak. 

Hokkí hanskar

Hanskar munu halda höndunum heitum, en þeir eru í raun gerðir til að vernda hendurnar fyrir höggum og pökkum. Það eru til margar gerðir af hönskum í nokkrum verðflokkum, með mismunandi mikill vörn í og eins mis þægilegir. Flestir eru úr nælon og leðri, þeir eiga til að slitna fljótt innan í lófanum og innan verðum  þumal og vísifingri.